ANDREA KRUPP

Andrea Krupp kemur frá Bandaríkjunum, hún stundaði nám við Philadephia College of Art. Hún hefur  unnið í grafík, teikningu og málun. Undanfarin ár hefur hún dvalið á norðurslóðum í skemmri eða lengri tíma og dvalið á nokkrum gestavinnustofum listamanna á Íslandi. Hún dvaldi í Longyerbyen á Svalbarða áður en hún kom í Herhúsið og hér hélt hún áfram verkefninu Northland sem eru pælingar hennar um náttúru norðursins og breytingar á henni.