Artists & News

PASILA J.

Listakonan J. dvaldi hluta af febrúarmánuði í Herhúsinu - á heimasíðu hennar má sjá verk hennar (photograms)  https://www.jpasila.com/

J. Pasila býr til skiptis  í Brooklyn og Siglufirði.

REA DUBACH

Rea Dubach, tónlistakona/tónskáld dvaldi í Herhúsinu í janúar 2018. Hún kemur frá Sviss og hefur tekið ástfóstri við Ísland. Á heimasíðu hennar http://readubach.com/ má lesa um listakonuna og hlusta á tóndæmi.

ÞURÍÐUR ELFA JÓNSDÓTTIR

Þuríður Elfa myndlistarkona og ljóðskáld dvaldi hluta af desembermánuði í Herhúsinu og lauk þar ljóðabók sem hún var með í smíðum og mun koma út 2018.

MARTIN HOLM

Martin Holm dvaldi í nóvember í Herhúsinu: 

Martin Holm (b.1985) is a visual artist from Sweden with a BA from Cambridge School of Art (UK) and a Master’s Degree in Fine Art from Valand Academy in Gothenburg. His field of study range from cartography to pop-culture, cinema, science, philosophy, psychology and myth. Through a fusion of collage and painting he attempts to challenge ingrained perspectives and established lines of thinking, always searching for new ways to see things.

HELEN BOESCH

Helen Bösch frá Sviss átti viðdvöl á Siglufirði í október með milligöngu Herhúsfélagsins, en þar sem Herhúsið var bókað var hún í öðru húsnæði og vann þar að verkum sínum sem tengdust aðallega ljósmyndum.

ANDREA KRUPP

Andrea Krupp kemur frá Bandaríkjunum, hún stundaði nám við Philadephia College of Art. Hún hefur  unnið í grafík, teikningu og málun. Undanfarin ár hefur hún dvalið á norðurslóðum í skemmri eða lengri tíma og dvalið á nokkrum gestavinnustofum listamanna á Íslandi. Hún dvaldi í Longyerbyen á Svalbarða áður en hún kom í Herhúsið og hér hélt hún áfram verkefninu Northland sem eru pælingar hennar um náttúru norðursins og breytingar á henni.

Subcategories

Staðsetning

Herhúsið
Norðurgata 7b,
580 Siglufjörður