Artists & News

Listaháskólinn

Nemar á síðasta ári Listaháskóla Íslands ásamt kennara voru í listasmiðju hjá Aðalheiði Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í hálfan mánuð í janúar 2019. Nokkrir dvöldu í Herhúsinu. Opið hús var haldið þar sem ýmsar listir voru stundaðar og sýndar. 

Anne- Luft

Anne sem var gestur Herhússins í desember hefur lengi haft áhuga á íslenskum þjóðlagaarfi og er að vinna að verkefni sem tengist tónlistararfi nokkurra landa. Hún hefur heimsótt Ísland á síðustu árum til að afla sér efnis. Sumarið 2018 var hún á Siglufirði og myndaði og hljóðritaði á Þjóðlagahátíðinni. Í Herhúsinu vann hún við að setja saman það sem hún hafði myndað, auk þess sem hún bætti við efni, tók upp tónlist, kveðskap og viðtöl við fólk.

Kirsten Rian

Kirsten Rian var nóvembergestur Herhússins. Hún kemur frá Portland, Oregon. Hún var í Herhúsinu árið 2014 og þá vann hún m.a. að bókinni Life Expectancy: sem kom út árið 2015. Bókin kom þá út í takmörkuðu upplagi en var valin til útgáfu árið 2018 (Pacific Northwest Writers Series - Redbat Press).  Hún vann við skriftir, málun og sem reyndur ljósmyndari og sýningarstjóri til margra ára, kynntist hún starfsmönnum ljósmyndasafns Siglufjarðar og aðstoðaði þar sem sjálfboðaliði við skráningu og varðveislu gamalla ljósmynda.

YVONNE STRUYS

Yvonne Struys 

JAN JAAP KUIPER

Jan kemur frá Amsterdam og er kvikmyndagerðarmaður, hefur uppá síðkastið fengist við heimildamyndir. Heimasíða hans er www.thankeve.nl

Hann dvaldi í Herhúsinu í ágústmánuði og vann hann að ýmsu m.a. vídeóinnsetningu þar sem hann endurgerði draumamaskínu Brion Gysins og sýndi í lok dvalar. 

DANICA BOYCE

Danica Boyce, dvalargestur í júlí er kanadísk, kemur frá bænum Smithers í Bresku Kólumbíu. Hún fæst m.a. við skriftir,er með sinn eigin hlaðvarpsþátt "Fair Folk" og mun vera hennar á Siglufirði tengjast þjóðlagatónlist.

Danica´s aim was to produce a two to three episode miniseries for her podcast Fair Folk, using audio recordings of interviews, folk music performance, and ambient sound gathered from around Siglufjörður, the folk music festival at the beginning of July, and northern Iceland in general. The final product will be an exploration of the ways in which Icelandic folk music, landscape, and material culture intermix on the aural plane. 

Subcategories

Staðsetning

Herhúsið
Norðurgata 7b,
580 Siglufjörður