Gestur marsmánaðar er hin skoska Silvana McLean. Hún er upprunalega teiknari og málari en vinnur í ýmsum miðlum, prenti, bókagerð o.s.frv. Á heimasíðunni http://www.silvanamclean.co.uk er hægt að sjá Íslandsbloggið hennar.
Nóvembergesturinn kemur frá Ástralíu, Elisabeth Bryer er rithöfundur og býr í Melbourne. Heimasíða hennar er: http://elizabethkbryer.com/
Októbergestur í Herhúsinu er Lesley Duxbury, ljósmyndari.Hún er fædd í Englandi en hefur búið í Ástralíu síðan 1983. Hún starfar við RMIT listaháskólann í Melbourne.
Catherine og Johannes Bierling frá Freiburg í Þýskalandi eru septembergestir Herhússins. Hún er frönsk og ljóðskáld, hann er myndhöggvari. Catherine hefur haldið úti bloggsíðu um Íslandsdvölina: http://catherinetta.canalblog.com/ Heimasíða hans: http://www.bierling-art.de/ Johannes hélt fyrirlestur 15. sept. í Menntaskólanum á Tröllaskaga fyrir nemendur í listnámi hjá Bergþóri Morthens. Opið hús var í Herhúsinu þann 25. september þar sem þau sýndu afrakstur dvalar sinnar.