Artists & News

LESLEY DUXBURY

Októbergestur í Herhúsinu er Lesley Duxbury, ljósmyndari.Hún er fædd í Englandi en hefur búið í Ástralíu síðan 1983. Hún starfar við RMIT listaháskólann í Melbourne.

 

CATHERINE og JOHANNES BIERLING

Catherine og Johannes Bierling frá Freiburg í Þýskalandi eru septembergestir Herhússins. Hún er frönsk og ljóðskáld, hann er myndhöggvari. Catherine hefur haldið úti bloggsíðu um Íslandsdvölina: http://catherinetta.canalblog.com/  Heimasíða hans: http://www.bierling-art.de/                                       Johannes hélt fyrirlestur 15. sept. í Menntaskólanum á Tröllaskaga fyrir nemendur í listnámi hjá Bergþóri Morthens. Opið hús var í Herhúsinu þann 25. september þar sem þau sýndu afrakstur dvalar sinnar.

JENS REICHERT

Jens og Sabine voru gestir ágústmánaðar í Herhúsinu. Opið hús var föstudaginn 28. ágúst.

Heimasíða Jens:  http://reichert-jens.de/ 

ALEXANDRA GRIESS

Gestur júlímánaðar í Herhúsinu er Alexandra Griess, hún er þýsk og býr og starfar í Hamborg.

Heimasíða hennar: http://alexandragriess.de/

JASON BERESWILL og JANE LAFARGE HAMILL

Jason Bereswill og Jane Lafarge Hamill sóttu bæði menntun sína til New York Academy of Art. Þau eru bæði málarar. Þau verða með opið hús 25. júní. Siglfirsku fjöllin voru viðfangsefni Jasons en Jane málaði abstrakt portrett. Heimasíður: http://janelafargehamill.com/ og http://www.jasonbereswill.com/

PIA RAKEL SVERRISDÓTTIR

Pia Rakel Sverrisdóttir, glerlistakona er gestur Herhússins í maímánuði. Pia býr og starfar í Kaupmannahöfn en er með annan fótinn á Íslandi. Hún dvaldi í Hveragerði fyrir tveimur árum og í Herhúsinu heldur hún áfram með verkefni sem hófst þar. Pia hélt sýningu í lok dvalar sinnar þar sem hún sýndi blýantsskissur og ljósmyndir.

Subcategories

Staðsetning

Herhúsið
Norðurgata 7b,
580 Siglufjörður